Fuerteventura er ein af Kanaríeyjunum, næst stærsta eyjan á eftir Tenerife og er við Atlantshafið. Hún er um það bil 100 km undan norðurströnd Afríku. Eyjan er þekkt fyrir fjölbreytt landslag, þar á meðal langar sandstrendur, eldfjöll og eyðumerkurlík svæði. Hitastig á eyjunni er milt á veturna og sumrin hlý sem gerir eyjuna að vinsælum áfangastað allan ársins hring. Helstu ferðamannastaðirnir eru Corralejo, Caleta de Fuste, Costa Calma og Morro Jable og hefur hver staður sinn sjarma. Strendur Fuerteventura eru þekktar fyrir að vera fallegar og víðfermar, þær helstu eru Corralejo, Morro Jable og Sotavento. Fuerteventura er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem leita bæði að sól, slökun og útivist. Tango Travel getur bókað rútuferðir til og frá flugvelli eða privat transfer. Til að gera það þarf að senda okkur póst á tango@tango.travel
Fuerteventura er ein af Kanarí eyjunum, næst stærsta eyjan á eftir Tenerife og er við Atlantshafið. Hún er um það bil 100 km undan norðurströnd Afríku. Eyjan er þekkt fyrir fjölbreytt landslag, þar á meðal langar sandstrendur, eldfjöll og eyðumerkurlík svæði. Hitastig á eyjunni er milt á veturna og sumrin hlý sem gerir eyjuna að vinsælum áfangastað allan ársins hring.
Helstu ferðamannastaðirnir eru Corralejo, Caleta de Fuste, Costa Calma og Morro Jable og hefur hver staður sinn sjarma. Strendur Fuerteventura eru þekktar fyrir að vera fallegar og víðfermar, þær helstu eru Corralejo, Morro Jable og Sotavento. Strendur eyjarinnar eru mikið aðdráttarafl fyrir brimrettaiðkun, snorkl og hinar ýmsu vatnaíþróttir.
Á eyjunni eru náttúrugarðar og friðlönd. Corrolejo náttúrugarðurinn og Lobos Island sem er friðland. Þessi svæði hafa einstakt landslag, sandöldur, eldfjallamyndanir, gróður og dýralíf.
Rík menningararfleifð er á Fuerteventura frá sögu frumbyggja Guanche auk spænskra og afrískra áhrifa. Hefðbundin þorp, sögustaðir og söfn sem varpa ljósi á fortíð eyjarinnar.
Fuerteventura er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem leita bæði að sól, slökun og útivist.
Alþjóðaflugvöllur er á eyjunni og almenningssamgöngur en bílaleigubíll er algengur kostur fyrir þá sem vilja skoða eyjuna sjálfstætt.