Brighton hefur verið einstaklega vinsæl borg að heimsækja á meðal okkar Íslendinga. Brighton er tilvalinn staður til þess að versla með vinum, skemmta sér, borða góðan mat, láta heillast af þröngum strætum á The Lanes og njóta lífsins. Á aðventunni er bærinn fallega skreyttur jólaljósum og notalegt er að setjast inn á næsta kaffihús eða veitingastað og hafa það huggulegt. Það tekur aðeins 30-35 mín að komast til Brighton frá Gatwick flugvelli með lestinni, einfalt og þægilegt.