Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á daginn er mikið um að vera fyrir börnin, krakkaklúbbur er á sumrin fyrir krakka á aldrinum 4-15 ára og er þeim skipt upp í hópa eftir aldri. Leikvöllur fyrir krakka er einnig á hótelinu. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu t.d píla, borðtennis, mini golf, líkamsrækt, vatnsleikfimi og kvöldskemmtun.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og sundlaugarbar.
Í boði eru stúdíó, íbúð með einu svefnherbergi og íbúð með tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd. Loftkælingu, sjónvarpi, síma og þráðlausu neti. Eldhús með borðbúnaði, ísskáp og örbylgjuofni.
Þetta er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur með góðri afþreyingu bæði fyrir börn og fullorðna.
Frá flugvellinum í Palma til Alcudia er um 60 km.