Villa Florida er gott 3 stjörnu íbúðahótel í Caleta de Fuste sem hentar vel fyrir pör. Supermarkaður er við hliðiná hótelinu og eru um 700 metrar á næstu baðströnd. Garður hótelsins er notalegur með 1 sundlaug og 1 barnalaug. Í næsta nágrenni eru margir veitingastaðir, barir, ýmis konar vatnasport og aðeins um 10 mínútna gangur á höfnina.
Á hótelinu er bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi, superior íbúð með einu svefnherbergi og superior búð með tveimur svefnherbergjum. Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd. Eldhús, ísskápur, örbylgjuofn og borðbúnaður. Sjónvarp, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). Athugið að í superior íbúðunum er loftkæling en vifta í íbúð með einu svefnherbergi.
Þetta er góð 3 stjörnu gisting á Caleta de Fuste svæðinu þar sem fjölbreytt afþreying er í boði í næsta nágrenni.