Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Time Boutiqe Hotel er gott 4 stjörnu hótel í Split.
Hótelið er staðsett 1,5 km frá Bavice ströndinni og er 2 km ganga í miðbæ Split.
Á hótelinu er heilsulind, innisundlaug, gufubað og heitur pottur. Hægt er að bóka nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Börn yngri en 12 ára hafa ekki aðgang að heilsulindinni.
Morgunverðarhlaðborð, veitingastaður og bar er á hótelinu.
Í boði er tvíbýli, tvíbýli með svölum og comfort tvíbýli með svölum.
Í öllum herbergjum er sjónvarp, ketill, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting miðsvæðis í Split þar sem stutt er að fara frá hóteli á áhugaverða staði. Um 15 mínútna gangur er á Diocletian’s Palace sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hafnarsvæðið/smátahöfnina og miðbæinn sem iðar af mannlífi. Veitingastaðir, barir, söfn og verslanir eru í göngufæri. Vinsælt er að fara um á reiðhjóli og upplifa það sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða. Reiðhjólaleigur eru staðsettar á mörgum stöðum um borgina. Um 3-5 mínútna gangur er í næstu strætó biðstöð frá hótelinu.
Frá flugvellinum í Split eru 23 km á Time Boutiqe Hotel