Spánn
, Tenerife

Tigotan Lovers & Friends

Vinsælasta "Adults Only" hótelið á Tenerife
Yfirlit

Tigotan er vinsælt 4 stjörnu hótel staðsett á Amerísku ströndinni. Þetta hótel er aðeins fyrir 18 ára og eldri.  Sundlaugagarðurinn er stór með  sundlaug, nuddpotti, góðri sólbaðsaðstöðu og sundlaugabar. Yfir daginn og á kvöldin er fjölbreytt og fjörug dagskrá í garðinum. Á þaki hótelsins er einnig sólbaðsaðstaða, nektarsvæði og “infinty pool”. Þar er einnig Roof Top Bar” Café del Mar. Á kvöldin er yfirleitt DJ sem sér um tónlistina á meðan gestir njóta útsýnis yfir kokteil.

Staðsetning

Hótellýsing

Líkamsrækt, hárgreiðslustofa, spa og fleira er einnig á Tigotan. Hótelið er með 416 herbergi og eru herbergin um það bil 26 fm. Það eru 3 týpur af herbergjum í boði með hálfu fæði.  Tvíbýli, Tvíbýli Romance og Tvíbýli Smart. Tvíbýlin eru stílhrein  í hvítum og björtum litum. Parket er á gólfum. Loftkæling, sjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og net.  Á baðherbergjum er baðker eða sturta. Tvíbýli Romance eru herbergi þar sem svefnherbergi og baðherbergi eru í opnu rými með nuddbaðkari.  

Smart herbergi eru fyrir þá tæknivæddu, með USB-tengjum, háhraðaneti, innbyggðum hátölurum og stillanlegri lýsingu. Öll Romance og Smart herbergi snúa út í sundlaugagarð. Greitt eru aukalega fyrir tvíbýli sem snúa út í garð.  
Með Smart og Romance herbergjum fylgir ,"Exclusive service" en hún felur í sér hraðsuðuketil og Nespresso vél á herbergjum, slopp og inniskó. 
Einnig fá gestir í þessum herbergjum ótakmarkaðan aðgang að “Exclusive Lounge” sem gefur gestum aðgang að drykkjum og snarli yfir daginn í garðinum.  
Einnig fylgir með þessum herbergjum einn kvöldverður á veitingastaðunum Santa Rosa Grill.  
Þetta er vinsælt hótel með frábærri staðsetningu. Örstutt er á veitingastaði og sirka  10 mín gangur niður á strönd.  
Bóka