Terrace Mar Suite Hotel er gott 4 stjörnu hótel í Funchal sem hentar vel fyrir pör. Um 3 mínútna ganga er í næsta supermarkað frá hótelinu. Ekki er garður á hótelinu en lítil sundlaug ásamt heitum potti og sólbaðaðstöðu er á þaki hótelsins. Fallegt og víðáttumikið útsýni er af þakveröndinni yfir Funchal og Atlantshafið.
Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð og bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Terrace Mar Suite Hotel er gott 4 stjörnu hótel í Funchal sem hentar vel fyrir pör. Um 3 mínútna ganga er í næsta supermarkað frá hótelinu. Ekki er garður á hótelinu en lítil sundlaug ásamt heitum potti og sólbaðaðstöðu er á þaki hótelsins. Fallegt og víðáttumikið útsýni er af þakveröndinni yfir Funchal og Atlantshafið.
Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð og bar.
Í boði eru Stúdíó íbúð og Junior svíta. Í báðum gistivalmöguleikum eru svarlir eða verönd. Lítill eldhúskrókur, ísskápur, örbylgjuofn og borðbúnaður. Sjónvarp, sími, skrifborð, setusvæði og hárþurrka. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting sem hentar vel fyrir pör. Aðeins um 15 mínútna gangur að Lido göngu og baðsvæðinu og um 30 mínútna gangur í gamla bæinn.
Vel staðsett gisting þar sem veitingastaðir, barir og verslanir eru í næsta nágrenni.
Frá flugvellinum í Madeira til Terrace Mar Suite Hotel er um 20 km.