, Tenerife

Tenetrít með Evu Dís og Sillu 8. - 15. maí

Frá224.500 ISK

Gerið ykkur klár fyrir ferðina sem toppar allar ferðir! Þegar Eva Dís er þjálfari, fararstjóri og skemmtanastjóri, þá veistu að þetta verður ekkert venjuleg æfingaferð – þetta verður epísk upplifun! Til að gera ferðina enn betri kemur Sigurlaug með Evu en við ætlum að rækta andlegu hliðina líka. Það er því ekki bara líkaminn sem fer sterkari heim – heldur líka hausinn! 

Verðið er 224.500 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Það kostar 50.000 kr aukalega að vera í einstaklingsherbergi. Innifalið í pakkanum er beint flug með PLAY til Tenerife ásamt 20 kg innritaðri tösku, íslensk fararstjórn, gisting á Tigotan Hotel í sjö nætur með hálfu fæði en Tigotan-hótelkið er 4* hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Svo erum við auðvitað líka að tala um æfingar með Evu Dís og fræðslu hjá Sillu.

 
Yfirlit
Eva Dís er ekki bara með yfir 5 ára reynslu sem hóptímakennari í World Class og einkaþjálfarapróf, heldur hefur hún verið í íþróttum og líkamsrækt allt sitt líf. Hún veit nákvæmlega hvernig á að blanda saman svita, styrk og skemmtun í fullkomnu jafnvægi – og trúir á að: „Það má alltaf hafa gaman!“
 
Sigurlaug Lilja (Silla) er menntaður sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur í 12 ár, bæði á Landspítalanum, Heilsugæslunni og VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Hún er að auki með mastersdiplómu í lýðheilsufræði og getur því séð til þess að það verði ekki bara líkaminn sem er ræktaður, heldur andinn líka! Silla lumar á allskyns fræðslu og léttum og skemmtilegum tækjum og tólum sem allir geta notað til að létta lundina, minnka streituna og auðvelda sér lífið. Ekki skemmir fyrir að Silla starfaði sem ljónatemjari í Suður-Afríku og er því full fær um að hafa hemil á Evu ef hún tapar sér í gleðinni! Það er því ekki bara líkaminn sem fer sterkari heim – heldur líka hausinn!

 

Staðsetning

Hótellýsing

Dagskrá:
8. maí
Ferðadagur út
Borðum saman kvöldmat á hótelinu, tökum trúnó og kynnumst!
 
9. maí
07:30-09:00 Morgunmatur
09:30-10:30 Æfing með Evu Dís
10:45-11:30 Fræðsla (Áhrif hugsunar og hegðunar á líðan)
12:00 Matur og vín (kostar aukalega fyrir þá sem koma og þarf að láta vita með fyrirvara)
 
10.maí
07:30-09:30 Morgunmatur
10:00-11:15  Æfing með Evu Dís
11:30-12:00 Fræðsla (Áhrif hugsunar og hegðunar á líðan pt.2)
12:00 Frjáls tími á sundlaugabakkanum
 
11. maí 
07:30-09:30 Morgunmatur
10:00-11:15 Æfing með Evu Dís
11:30-12:00 Fræðsla (Streita)
12:00  Kajak og Snorkl (kostar aukalega fyrir þá sem koma og þarf að láta vita með fyrirvara)
Karaokekvöld!
 
12. maí
07:30-09:30 Morgunmatur
10:00-11:15 Æfing með Evu
11:30-12:00 Fræðsla (Svefn)
12:00 Frjáls tími á sundlaugabakkanum
 
13.maí
07:30-09:30 Morgunmatur
10:00-11:15 Æfing með Evu
11:30-12:00 Fræðsla um andlega heilsu
13:30 Jet ski! (kostar aukalega fyrir þá sem koma og þarf að láta vita með fyrirvara)
 
14.maí
07:30-09:30 Morgunmatur
10:00-11:00 Æfing með Evu
11:30-12:00 Fræðsla (Upprifjun og samantekt á ýmsum verkfærum til að bæta líðan)
12:00 Frjáls tími á sundlaugabakkanum eða á ströndinni
Lokahóf!
 
15. maí
Heimferðardagur
 
Frá 224.500 ISK
Skoða flug og hótel