Gerið ykkur klár fyrir ferðina sem toppar allar ferðir! Þegar Eva Dís er þjálfari, fararstjóri og skemmtanastjóri, þá veistu að þetta verður ekkert venjuleg æfingaferð – þetta verður epísk upplifun! Til að gera ferðina enn betri kemur Sigurlaug með Evu en við ætlum að rækta andlegu hliðina líka. Það er því ekki bara líkaminn sem fer sterkari heim – heldur líka hausinn!
Verðið er 224.500 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Það kostar 50.000 kr aukalega að vera í einstaklingsherbergi. Innifalið í pakkanum er beint flug með PLAY til Tenerife ásamt 20 kg innritaðri tösku, íslensk fararstjórn, gisting á Tigotan Hotel í sjö nætur með hálfu fæði en Tigotan-hótelkið er 4* hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Svo erum við auðvitað líka að tala um æfingar með Evu Dís og fræðslu hjá Sillu.