, Tenerife - Costa Adeje

Tagoro Family & Fun

Frá164.900 ISK
Frábært fjölskylduhótel með allt innifalið
Yfirlit

Tagoro Family & Fun er mjög góð fjölskyldugisting sem staðsett er í rólegu hverfi ofarlega á Costa Adeje. Í garði hótelsins eru 4 sundlaugar, 2 fyrir fullorðna og 2 fyrir börn. Sólbekkir, leiktæki fyrir börnin og sundlaugabar er líka í garðinum. Yfir daginn er fjölbreytt dagskrá í boði í garðinum og krakkaklúbbur. Á kvöldin er minidisko og skemmtidagskrá. Hlaðborðsveitingastaðurinn býður upp á úrval af alþjóðlegum réttum og þemakvöldverði með opnu eldhúsi.

 

Staðsetning

Hótellýsing

Hótelið býður upp á 6 mismunandi herbergi. En öll eru þau með svölum eða verönd, loftkælingu, síma, neti, öryggishólfi, ísskáp, örbylgjuofn og kaffivél. Herbergin eru rúmgóð fallega innréttuð í ljósum og björtum litum. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  

Double Room er 48 fm og hýsir mest 4 fullorðna. Hér er eitt tvíbreytt rúm og tveir einstaklinga sofa í svefnsófa í stofu.  
 
Merlin Kids Room- er 48 fm hýsir mest 2 fullorðna og 2 börn. Í þessum herbergjum er Play Station, leikföng fyrir börnin og á verönd/svölum er lítill nuddpottur og sólbekkir.  
 
Premium Family Room – er 80 fm og hýsir mest 4 fullorðna. Þessi herbergi eru staðsett á jarðhæð á rólegu svæði hótelsin,  lítið eldhús er á herberginu og nuddpottur á verönd/svölum.  
 
Superior Room -  er 80 fm og hýsir mest 4 fullorðna. Þessi herbergi eru staðsett á efstu hæð hótelsins á rólegu svæði.  
 
Superior Room – er 80 fm og hýsir mest 4 fullorðna, staðsett á efstu hæð hótelsins með stórri verönd, sólbekkjum og nuddpotti.  
 
Double Room 2 Bedrooms – er 80 fm og hýsir mest 4 fullorðna og 2 börn. Tvö svefnherbergi og stór verönd.  
 
Hótelið er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Fanabe ströndinni en hótelið er með skutlu sem fer nokkrum sinnum yfir daginn niður í bæ. Við hliðná hótelinu er Gran Sur verslunarmiðstöðina.  
Þetta er mjög gott fjölskylduhótel.  
Frá 164.900 ISK
Bóka