Krít
, Platanias

Sunrise Village - Allt innifalið

Yfirlit
Sunrise Village Hotel er gott 3 stjörnu íbúðahótel með öllu inniföldu ofarlega í Platanias sem hentar vel fyrir fjölskyldur.  
Um 10 mínútna gangur er í næsta súpermarkað og um 550 metrar eru niður á strönd. Garður hótelsins hefur ágæta sólbaðsaðstöðu, 1 stór sundlaug þar sem annar endinn er afmarkaður þar sem hann er ætlaður börnum. Barnaleiksvæði er einnig í garðinum. Ýmis afþreying er á hótelinu þ.e kvöldskemmtun, lifandi tónlist, píla og leikherbergi. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og sundlaugarbar. Allt innifalið felur í sér valda drykki á veitingastað, snarl á barnum milli máltíða og sér valdir drykkir á barnum. 
Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og stúdíó íbúðir. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd. Loftkælingu, sjónvarpi, síma, þráðlausu neti og öryggishólfi. Eldhús með borðbúnaði, ísskáp og kaffivél. Þetta er góð nýleg 3 stjörnu íbúðagisting fyrir fjölskyldur á Platanias svæðinu, aðeins 10 km frá Chania en auðvelt er að komast þangað með almenningssamgöngum.  
Frá flugvellinum í Chania eru um 25 km á Sunrise Village Hotel. 
Bóka