Strandblaksferð í Valencia 24.-31. maí - UPPSELT

Frá199.900 ISK

Tango Travel og Volley Tours hafa sett saman strandblaksferð til Valencia á Spáni 24-31. maí 2025. Verðið er 199.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið í pakkanum er beint flug með PLAY til Valencia á Spáni ásamt 20 kg innritaðri tösku, rúta til og frá flugvelli, gisting á RH Hotel Bayren & SPA í sjö nætur með morgunmat en RH Hotel Bayren er 4* hótel alveg við ströndina og strandblaksvellina. Fararstjóri er Þór Bæring Ólafsson.

 
Yfirlit
Volley Tours hafa boðið upp á æfingabúðir víða í Evrópu síðustu ár og núna höfum við hjá Tango Travel ákveðið að fara í samstarf með þessum snillingum og við erum búin að setja saman ferð til Valencia á Spáni í lok maí 2025. Þetta er auðvitað frábær ferð fyrir þá strandblakara sem vilja taka góðar æfingabúðir fyrir tímabilið hérna á Íslandi og líka að njóta lífsins. Það eru 30 sæti í boði í þessa ferð en þarna verða sömuleiðis fjölmargir aðrir strandblakarar frá hinum ýmsu löndum. Þetta er frábær leið til að æfa strandblak, kynnast nýju fólki og auðvitað hafa gaman.
 
Það eru alls fimm hópæfingar í boði en hópnum verður skipt niður eftir getu. Þannig að þetta eru æfingabúðir fyrir öll getustig í strandblaki. Svo eru sex mót þar sem allir fá keppinauta við sitt hæfi. Síðan en ekki síst er frábært félagslíf á staðnum en Volley Tours leggja mikið upp úr því að fólk njóti þess að vera þarna saman í sátt og samlyndi. Hér að neðan má sjá mynd af planinu hjá Volley Tours í æfingabúðunum hjá þeim. Eins og sést á myndinni af dagskránnni í ferðinni þá er félagslífið ansi mikilvægt líka þó að strandblakið sé auðvitað í aðalhlutverki. Vellirnir eru á Playa Gandía ströndinni sem er rétt fyrir utan Valencia á Spáni. Yfirþjálfarinn hjá Volley Tours er Nejc Zemljak frá Slóveníu en hann er hefur keppt í strandblaki síðan 2005.
 

Staðsetning

Frá 199.900 ISK
Skoða flug og hótel