Sol Guadalupe er gott 4 stjörnu hótel á Magaluf sem hentar vel fyrir fjölskyldur.
Aðeins 200 metrar eru á Magaluf ströndina frá hótelinu og um 5 mínútna gangur í næsta supermarkað.
Garður hótelsins er stór með stórri sundlaug, barnalaug og busl laug og einnig er leikvöllur fyrir börnin.
Á hótelinu er leikherbergi fyrir börn og hægt er að fara í pílu og borðtennis.
Boðið er upp á afþreyingu fyrir fullorðna t.d. líkamsrækt og jóga og barnaklúbbur er fyrir börn á aldrinum 5-12 ára á daginn. Á kvöldin er einnig skemmtun bæði fyrir fullorðna og börn.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi með eða án sundlaugarsýn/sjávarsýn. Í öllum herbergjum eru svalir, öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, þráðlaus net og loftkæling.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting sem er vel staðsett fyrir fjölskyldur og með góðri afþreyingu bæði á daginn og kvöldin.
Frá flugvellinum í Palma til Magaluf eru um 30 km.