Seaclub resort er mjög gott íbúðahótel í Alucdia. Þetta er frábær kostur fyrir fjölskyldur. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, barnalaug, lítil vatnsrennibraut og splass/buslu svæði fyrir börnin. Leikvöllur, hjólaleiga, krakkaklúbbur og fjölbreytt afþreying fyrir alla yfir daginn. Í garðinum er sér svæði sem er aðeins fyrir fullorðna 16 ára og eldri. Á kvöldin tekur við minidisko og fjölskyldu skemmtun.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hægt er að bóka aðeins íbúðina eða bæta við morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið.
Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og tveimur svefnherbergjum og stúdio. Íbúðirnar eru mjög snyrtilegar, fallega innréttaðar í ljósum litum. Loftkæling, öryggishólf og svalir/verönd eru í öllum íbúðum. Lítið eldhús með ísskáp, örbylgjuofni, helluborð, kaffivél, ristavél og borðbúnaður. Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og snyrtivöru. Aðeins 600 metara eru niður á ströndina í Alcudia og smábátahöfin er í 20 mínútna göngufjarlægð. Frá flugvellinum í Palma til Alcudia eru 55 km.