Spánn
, Kanarí

Riu Palace Maspalomas - Adults Only

Yfirlit
Riu Palalce Maspalomas er gott 4 stjörnu hótel á Maspalomas svæðinu sem er eingöngu fyrir fullorðna. Supermarkaður er á móti hótelinu. Hótelið stendur við Maspalomas sandhólana en um 20 mínútna gangur er á ensku ströndina. Garður hótelsins er stór, gróðursæll og hefur góða sólbaðsaðstöðu og 2 sundlaugar. Ýmis afþreying er á hótelinu. Skemmtidagskrá, lifandi tónlist, líkamsrækt, heilsulind og spa meðferðir (gegn gjaldi).
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 veitingastaðir, 2 snarlbarir og bar. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 veitingastaðir, 2 snarlbarir og bar. 
Í boði eru tvíbýli og junior svítur. Öll herbergi hafa svalir eða verönd. Loftkælingu, síma, sjónvarp, hárþurrku, minibar, ketil, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting á Maspalomas svæðinu fyrir fullorðna þar sem bæði er hægt að slaka á en einnig er líf og fjör í næsta nágrenni, veitingastaðir og verslanir. Hótelið er staðsett skammt frá vitanum, Faro de Maspalomas og er um 20 mínútna gangur í Yumbo verslunarmiðstöðina. 
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 32 km á Riu Palalce Maspalomas.
 
Bóka