Mallorca
Spánn

Riu Hotel San Francisco

Yfirlit
Riu San Francisco er mjög gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri.  
Hótelið er frábærlega staðsett við strandgötuna í Playa de Palma þar sem fjöldi veitingastaða og verslana er að finna.  
Í garði hótelsins er sundlaug, sólbekkir með sólhlífum og sundlaugabar. Þar er hægt að fá drykki og létt snarl yfir daginn. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og innifalið er hálft fæði. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind með innisundlaug og slökunarsvæði. Herbergin eru snyrtilega og fallega innréttuð í ljósum litum. Herbergin eru um 20 fm og öll eru þau með loftkælingu og svölum. Greitt er aukalega fyrir herbergi sem eru með sjávarútsýni. Í herbergjum er sjónvarp, minibar, borð og stóll og baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  
Frábært hótel sem er vel staðsett aðeins 10 km frá flugvellinum í Palma.  
 
 
Bóka