Mallorca
, Palma Nova

Reverence Mare Hotel - Adults Only

Yfirlit
Reverence Mare Hotel er er æðislegt hótel sem er aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Örstutt er á ströndina í Palma Nova og í næsta nágrenni eru veitingastaðir og barir. Í garði hótelsins eru 6 sundlaugar, sólbekkir með sólhlífum og sundlaugabar. Á hótelinu er frekar stór líkamsræktaraðstaða og heilsulind með innisundlaug, sauna og hvíldaraðstöðu. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á þaki hótelsins er sundlaug, bar og sólbekkir. En þetta svæði er einungis fyrir gesti sem að bóka privilege herbergi eða svítur. Hlaðborðsveitingastaður hótelsins er mjög huggulegur en innifalið er hálft fæði. Tveir barir eru á hótelinu. Herbergin eru mjög snyrtileg og hafa öll nýlega verðið endurnýjuð. Innréttuð í ljósum litum. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, minibar, öryggishólf og sjónvarp. Baðherbergið er snyrtilegt öll með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Þetta er mjög gott hótel og hentar vel þeim sem vilja afslöppun í sínu fríi.

Frá flugvellinum í Palma til Palma Nova eru 25 km  
Bóka