Reverence Life er mjög gott hótel sem er aðeins fyrir 18 ára og eldri.
Hótelið er frábærlega staðsett aðeins 100 metrum frá ströndinni í Santa Ponsa, en þar eru einnig fjöldi veitingastaða og verslana. Hótelið er mjög snyrtilegt og hér er róleg og afslöppuð stemming. Hótelið eru í fjórum litlum byggingum og það eru 8 sundlaugar á hótelinu, 6 úti og 2 innilaugar. ATH aðeins gestir sem bóka premium herbergi með sundlaugasýni eða hliðarsjávarsýn hafa aðgang að sundlaugunum sem eru á þakinu “Sky Pool” en þær eru tvær.
Heilsulind og ágætis líkamsræktaraðstaða er einnig á hótelinu.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Herbergin eru mjög snyrtileg og hafa öll nýlega verðið endurnýjuð. Innréttuð í ljósum litum. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, minibar, öryggishólf og sjónvarp. Baðherbergið er snyrtilegt öll með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.
Þetta er mjög gott hótel og hentar vel þeim sem vilja afslöppun í sínu fríi.
Frá flugvellinum í Palma til Santa Ponsa eru 30 km.