Priska Med Luxury Room er gott 4 stjörnu hótel í Split sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er í 2 mínútna göngufjarlægð og er aðeins um 4 km í miðbæ Split frá hótelinu.
Ýmis afþreying er á hótelinu, tyrkneskt bað, finnsk sauna og lítil líkamsrækt. Hægt er að panta sér nudd gegn gjaldi.
Hótelið er staðsett við aðalgötuna sem liggur í miðbæinn, strætó biðstöð er við hótelið.
Í næsta nágrenni eru kaffihús og veitingastaðir og aðeins um 800 metrar niður að Matejuška smábátahöfninni. Fallegt er að ganga eða hjóla meðfram sjávarsíðunni/hafnarsvæðinu þar sem marga veitingastaði og bari er að finna.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru Superior herbergi (2 gestir), Deluxe studio íbúð (3 gestir), Luxury herbergi með svölum
(2 gestir), Luxury herbergi með svölum og heitum potti (2 gestir). Í öllum herbergjum er sjónvarp, setusvæði, lítill ísskápur, hárþurrka, inniskór og sloppur. Þráðlaust net og loftkæling.
Morgunverður er borinn fram inn á herbergi.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting nálægt miðbænum þar sem er iðandi mannlíf og að finna hinar ýmsu afþreyingar, veitingastaði, bari, söfn og verslanir. Vinsælt er að fara um á reiðhjóli og upplifa það sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða. Reiðhjólaleigur eru staðsettar á mörgum stöðum um borgina.
Frá flugvellinum í Split eru 22 km á Priska Med Luxury Room