Krít
, Platanias

Porto Platanias Beach Resort

Yfirlit
Porto Platania Beach Resort er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur. Lítill supermarkaður með helstu nauðsynjavörur er á hótelinu og aðeins um 150 metrar á ströndina. Garður hótelsins er stór með 5 sundlaugum þar á meðal ein barnalaug og innilaug. 
Góð sólbaðsaðstaða, 2 leikvellir fyrir börn og sundlaugarbar. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, barnaklúbbur fyrir 5-12 ára, borðtennis, píla, líkamsrækt og heilsulind (gegn gjaldi). Hótelið býður einnig upp á skemmtidagskrá. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á ströndinni við hótelið eru ýmis vatnasport í boði gegn gjaldi og í næsta nágrenni er minigolf, reiðhjólaleiga, veitingastaðir og verslanir.  
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður með léttar veitingar við sundlaugina og 5 barir. 
Í boði eru stúdíó íbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og tvíbýli. Allar gistingarnar hafa svalir eða verönd. Sjónvarp, síma, lítinn ísskáp, ketil, hárþurrku, þráðlaust net, loftkælingu og öryggishólf (gegn gjaldi). Íbúðin með einu svefnherbergi og stúdíó íbúðin hafa einnig lítið eldhús með borðbúnaði.
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting rétt  við miðbæinn og ströndina í Platanias þar sem fjölbreytt afþreying er á hóteli og næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna. 
Frá flugvellinum í Chania er um 22 km á Porto Platania Beach Resort
 
Bóka