, Benidorm frá Akureyri

Port Benidorm

Frá164.900 ISK
Yfirlit
Port Benidorm Hotel & Spa er gott 4 stjörnu hótel á Benidorm sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og aðeins 150 metrar eru á Levante ströndina frá hótelinu. Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, stór sundlaug, barnalaug, buslsvæði fyrir börn, barnaleikvöllur og sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa léttar veitingar og drykki á sumrin. Á hótelinu er góð afþreying bæði fyrir fullorðna og börn. Skemmtidagskrá, leikherbergi fyrir börn, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi) og sólbaðsaðstaða á þaki hótelsins (aðeins fyrir fullorðna). 
Í næsta nágrenni eru veitingastaðir, barir, verslanir og skemmtilegar gönguleiðir.    

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 barir og kaffihús.  
Í boði eru tvíbýli, þríbýli og fjölskylduherbergi. Öll herbergi hafa svalir eða verönd. Sjónvarp, síma, háþurrku, ketil, loftkælingu, þráðlaust net, minibar (gegn gjaldi) og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting þar sem góða afþreyingu er að finna bæði á hóteli og næsta nágrenni.  
Frá flugvellinum í Alicante er um 60 km á Port Benidorm Hotel & Spa. 
Frá 164.900 ISK
Bóka