Playa Park Zensation er gott 4 stjörnu hótel á Corralejo svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er í um 10 mínútna göngufjarlægð og einnig er um 10 mínútna gangur á næstu strönd. Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, 2 sundlaugar og 1 barnalaug. Einnig er infinity pool og roof top bar gegn gjaldi á þaki hótelsins nema fyrir þá sem eru með premium aðgang. Ýmis afþreying er á hótelinu, útileikvöllur fyrir börn, leikjaherbergi, borðtennis og píla. Kvöldskemmtun, karaoke og lifandi tónlist. Líkamsrækt og heilsulind gegn gjaldi nema fyrir þá sem eru með premium aðgang. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, snarlbar og bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Playa Park Zensation er gott 4 stjörnu hótel á Corralejo svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er í um 10 mínútna göngufjarlægð og einnig er um 10 mínútna gangur á næstu strönd. Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, 2 sundlaugar og 1 barnalaug. Einnig er infinity pool og roof top bar gegn gjaldi á þaki hótelsins nema fyrir þá sem eru með premium aðgang. Ýmis afþreying er á hótelinu, útileikvöllur fyrir börn, leikjaherbergi, borðtennis og píla. Kvöldskemmtun, karaoke og lifandi tónlist. Líkamsrækt og heilsulind gegn gjaldi nema fyrir þá sem eru með premium aðgang. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, snarlbar og bar. Í boði eru tvíbýli (f.2 gesti), junior svíta (f.3 gesti), junior svíta með 2 svefnherbergjum (f.5 gesti) og junior svíta með eldhúsi (f.4 gesti). Í flestum herbergjum og svítum eru svalir eða verönd. Í öllum herbergjum er sjónvarp, minibar, vifta, sófi (nema í tvíbýli), hárþurrka, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). Í junior svítu með eldhúsi er fullbúið eldhús. Þetta er góð 4 stjörnu gisting staðsett við hliðná Correlejo náttúrugarðinum, fallegt landslag þar sem gaman er að fara í göngu og eða hlaupaferðir. Fjölbreyttar afþreyingar í næsta nágrenni svo sem golf, hjólreiðar og vatnaíþróttir. Í góðu skyggni sést vel til eyjanna Lanzarote og Isla de Lobos frá hótelinu. Frá flugvellinum í Fuerteventura er um 36 km á Playa Park Zensation.