Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Pestana Ocean Bay Resort er gott 4 stjörnu hótel í Funchal sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.
Hótelið stendur við ströndina og er um 10 mínútna gangur í næsta supermarkað.
Garður hótelsins hefur góða sólbaðaðstöðu, 2 sundlaugar og 1 barnalaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, lifandi tónlist, biljard, reiðhjólaleiga, líkamsrækt, tyrkneskt bað og gufubað.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og sjálfsafgreiðslubar við sundlaug.
Í boði eru stúdíó (2 fullorðnir), superior stúdíó (2 fullorðnir), premium studíó (2 fullorðnir), junior svíta (3 fullorðnir + 1 barn) og svíta (4 fullorðnir). Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, hárþurrka, þráðlaust net, öryggishólf og vifta.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting vel staðsett við Formosa ströndina. Góðar gönguleiðir við sjávarsíðuna, veitingastaðir og barir í næsta nágrenni. Um 1 km er í Forum Madeira verslunarmiðstöðina og 2 km ganga er í Doca do Cavacas náttúrulaugarnar. Hótelið býður upp á akstur í miðbæinn samkvæmt tímatöflu hótelsins.
Frá flugvellinum í Madeira til Pestana Ocean Bay Resort er um 23 km.