Palais El Miria & SPA er gott 5 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör.Garður hótelsins er fallegur með sólbaðsaðstöðu og sundlaug. Heilsulind er á hótelinu sem býður upp á fjölbreyttar meðferðir gegn gjaldi.Á hótelinu er veitingastaður, snarlbar og bar. Þetta er góð 5 stjörnu gisting sem er staðsett um 10 km aksturs fjarlægð frá miðbæ Marrakech þar sem iðandi mannlíf, veitingastaðir, markaðir og verslanir er að finna. Frá flugvellinum í Marrakech er um 15 km á Palais El Miria & SPA.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru tvíbýli, junior svíta og royal svíta. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, hárþurrka, skrifborð, þráðlaust net (gegn gjaldi) og öryggishólf.
Herbergin eru öll innréttuð á fallegan hátt með handverkshefðum frá Marokkó en búin nútímalegum þægindum.