Occidental Jandína Mar er gott 4 stjörnu hótel í Morro del Jable sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.
Um 10 mínútna gangur er í næsta supermarkað og 1,2 km á næstu baðströnd.
Garður hótelsins er stór, góð sólbaðsaðstaða, 2 sundlaugar og busllaug. Einnig eru þar nokkrar vatnsrennibrautir og laug með leiksvæði og kastala. Ath opið er í vatnsrennibrautirnar þriðjudaga – sunnudaga frá kl 11:00-17:00. En þessi opnunartími getur breyst án fyrirvara.
Ýmis önnur afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur, leikvöllur fyrir börn, leikjaherbergi, kvöldskemmtanir, skemmtidagskrá, borðtennis, líkamsrækt, heilsulind og hjólaleiga (gegn gjaldi).
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður og 4 barir.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður og 4 barir.
Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Í öllum erbergjum eru svalir eða verönd. Loftkæling (árstíðarbundin), sími, sjónvarp, minibar, hárþurrka, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna á hótelinu fyrir bæði börn og fullorðna. Í næsta nágrenni er fjölbreytt vatnasport boði og aðeins 1 km í Jandía golfvöllinn þar sem hægt er að spila 18 holur og njóta fallegs útsýnis yfir hafið.
Frá flugvellinum er um 80 km á Occidental Jandia Mar.