Occidental Fuengirola er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem nýlega hefur allt verið nýuppgert. Hótelið er staðsett við göngugötuna sem liggur meðfram ströndinni og stutt að fara í miðbæinn þar sem finna má úrval af veitingarhúsum, börum og verslunum. Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er fjórir veitingastaðir Buffet - hlaðborðs veitingar, Lobby bar er með a la carte,
Snarl bar Pizina og Arrozante veitingarstaðurinn sem er með frábæran matseðil með Miðjarðarhafsréttum. Herbergin eru björt og fallega innréttuð í ljósum litum. Í boði eru Superior herbergi, superior herbergi með hliðarsjávarsýn og Junior svítur með sjávarsýn. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, neti, sjónvarpi, minibar, síma og öryggishólfi. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.