Í garði hótelsins er sundlaug, lítil barnalaug, skólabekkjum og sundlaugabar þar sem hægt er að fá létta rétti yfir daginn.. Á 8. hæð hótelsins er verönd þar sem er sólbaðsaðstaða og nuddpottur með útsýni yfir ströndina. Heilsulind með innilaug, sauna, tyrknesku baði og líkamsræktaraðstöðu.
Veitingastaður hótelsins er með hlaðborð þar sem gestir geta gætt sér á þjóðarréttum og alþjóðlegri matargerð. Á kvöldin er skemmtidagskrá á hótelinu.
MS Aguamarina Suites býður upp á svítur og Junior svítur en þær hafa allar verið nýlega endurnýjaðar.
Eco Junior Suite- 25 fm hýsir mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. ATH ekki eru svalir eða verönd á þessum herbergjum. Loftkæling, öryggishólf, sjónvarp og net er á þessum herbergjum. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum.
Junior Suite - 35 fm, hýsir mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. Þessi herbergi snúa ekki út í sundlaugagarð. Svalir, loftkæling, öryggishólf, sjónvarp og net er á þessum herbergjum. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum.
Junior Suite pool view- samskonar herbergi og Junior Suite nema með útsýni út að sundlaug.
Suite Room – 65 fm og hýsir mest 5 fullorðna. Svalir, loftkæling, öryggishólf, sjónvarp og net er á þessum herbergjum. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum.