Myndasafn
- Leita að gistingu
Staðsetning
Hótellýsing
Í garði hótelsins er sundlaug, sólbekkir og glæsilegur kokteilbar, með sætum í garðinum. Veitingastaður hótelsins Saffron Bistro framreiðir fjölbreytta Miðjarðarhafsréttir.
Öll herbergin á Melia eru innréttuð í nútímalegum stíl og ljósum litum. Herbergin eru frá 26 fm öll með loftkælingu, svölum, sjónvarpi, síma, öryggihólfi, minibar, skrifborði og stól. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og snyrtivörur.
The Level – er aukaþjónusta sem gestir geta bókað en innifalið í þeirri þjónustu er meðal annars aðgangur að The Level Longe. Þar borða gestir morgunverð og á ákveðnum tíma yfir daginn geta gestir fengið sér létt snarl, kaffi, vatn og áfenga drykki. Á herbergjum er Nespresso kaffivél, baðsloppar og inniskór. Einnig fá gestir drykk við komu á hótel, flýti innritun og hafa herbergi til kl 14:00 á brottfara degi.
Lestarstöðin í Sitges er í 20 mínútna göngufjarlægð, en frá henni er hægt að taka lest inn til Barcelona.