Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Heilsulind með innilaug, nuddpottum, stór líkamsrækataraðstaða er á hótelin og leikjaherbergi fyrir börnin. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaðurinn El Curt Buffet Restaurant. Hann býður upp á fjölbreytta rétti. El Moralet Cafeteria er snarlbar þar sem hægt er að fá sér létta rétti, samlokur, salat og drykki. Tveir barir eru á hótelinu. Nokkrar herbergistýpur er hægt að velja um á Melia Benidorm. Öll herbergin eru með loftkælingu og snúa út að sundlaug. Herbergin eru hugguleg og snyrtilega innréttuð, sími, sjónvarp, minibar og öryggishólf er á herbergjum. Baðherbergin eru rúmgóð með baðkari, hárþurrku og snyrtivörum. Hægt er að bóka “The Level” en það er auka þjónusta fyrir gesti. Þetta er eins og aðgangur að The Level Lounge þar sem hægt er að slaka á í rólegheitum og fá sér drykki og snarl yfir daginn. Eins fá gestir sér svæði til að borða morgunverð og sér svæði í garðinum til að vera í sólbaði svo eitthvað sé nefnt. Melia Benidorm er gott hótel og vel staðsett.