Tveir aðrir barir eru á hótelinu Oyster Bar sem er staðsettur í gestamóttökunni. Þar er í boði léttir réttir og úrval drykkja. Á 8 hæð hótelsins er Radio ME Sitges Roftop Bar. Fallegt útsýni yfir Sitges og út á Miðjarðarhafið. Beso Sitges er hlaðborðsveitingastaður sem framreiðir fjölbreytta Miðjarðarhafsrétti. Heilsulind og líkamsræktaraðstaða er á hótelinu.
Herbergin eru frá 22 fm og eru þau innréttuð í nútímalegum stíl útbúin helstu þægindum. Öll herbergi eru með loftkælingu, svölum, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og minbar. Baðherbergi er með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.