Spánn
, Kanarí

La Branda Marieta - Adult Only

Yfirlit
La Branda Marieta er gott 4 stjörnu hótel á ensku ströndinni sem er aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Supermarkaður er við hliðiná hótelinu og um 5 mínútna gangur á ströndina. Garður hótelsins er með  
3 sundlaugar, góða sólbaðsaðstöðu og sólbaðsaðstöðu uppá þaki hótelsins með útsýni yfir svæðið. Á hótelinu er afþreying yfir daginn og lifandi tónlist á kvöldin. Líkamsrækt er á hótelinu, jóga, heilsulind (gegn gjaldi), snyrti og nuddmeðferðir (gegn gjaldi). 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og sundlaugarbar. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli, einnig hægt að fá tvíbýli með sjávarsýn og hliðarsjávarsýni (gegn gjaldi). Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, ketill og minibar. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting fyrir fullorðna á ensku ströndinni þar sem mikið mannlíf er í næsta nágrenni sem og veitingastaðir og verslanir.  
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 28 km á La Branda Marieta. 
Bóka