Myndasafn
Staðsetning
Hótellýsing
Chervo hótelið er gott 4 stjörnu hóte staðsett í San Vigilio í Trentico.
Í garði hótelsins er sundlaug með sólbekkjum þar sem huggulegt er að slaka á eftir golf dagsins. Veitingastaður og bar er á hótelinu. Glæsileg heilsulind með innilaug, nuddpottum, sauna og hvíldaraðstöðu. Herbergin eru hugguleg og eru mismunandi af stærð og stíl en öll útbúin helstu þægindum og eru með loftkælingu.
veitingar eru í boði allan daginn í klúbbhúsi og þar er hægt að fá góðan kvöldmat. Frá herbergjum er u.þ.b. 100-200 metra ganga í klúbbhúsið.
Innifalið í verði er flug til Mílanó með Icelandair. Akstur til og frá flugvelli. Gisting í 9 nætur á Chervo með morgunverð. 8 golfhringir. Íslensk fararstjórn. Flutningur á golfsett og 23 kg innritaður farangur.