Innside by Melia Cala Blanca er mjög gott hótel sem er aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri.
Hótelið er staðsett á ströndinni í Palma Nova og þar er fjöldi veitingastaða og verslana. Garður hótelsins er mjög huggulegur og þar eru tvær sundlaugar, nóg af sólbekkjum með dýnum, sólhlífum og sundlaugabar. Fjölbreytt afþreying er í boði á daginn og á kvöldin.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hægt er að bóka herbergi með morgunverð eða með hálfu fæði. Morgunverður er af hlaðborði en kvöldverður er A la Carte. Herbergin er mjög fín og hafa öll nýlega verið endurnýjuð. Herbergin er rúmgóð og fallega innréttuð. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, öryggishólfi, minibar, sjónvarpi og síma. Baðherbergi rúmgott með sturtu, snyrtivörum og hárþurrku. Stór líkamsræktaraðstaða er á hótelinu.
Þetta er alveg hreint frábært og mjög gott hótel á besta stað í Palma Nova
Frá flugvellinum í Palma til Palma Nova eru 28 km.
Við notum vefkökur (e.cookies) til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notenda á síðunni. Með því að halda áfram að skoða síðuna samþykkir þú að við notum vefkökur.