Indigo Mare er góð 3 stjörnu íbúðagisting sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður með helstu nauðsynjavörur er á hótelinu og stendur hótelið við ströndina, einkastrandsvæði er fyrir gesti hótelsins en gengið er úr garði hótelsins á ströndina. Garður hótelsins er ekki stór, lítil sólbaðsaðstaða, sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir ung börn. Einnig er sundlaugarbar í garðinum. Ýmsa afþreyingu er að finna í næsta nágrenni, aðeins 450 metrar eru að aðal torginu í þorpinu Platanias og um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Chania.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð og kvöldverður eftir matseðli (réttur dagsins). Hægt er að kaupa léttari veitingar á sundlaugarbarnum á daginn.
Í boði eru stúdíó íbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd, lítið eldhús, borðbúnað, lítinn ísskáp, sjónvarp, síma, loftkælingu, þráðlaust net og öryggishólf. Athugið að ekki er lyfta á hótelinu en hótelið er á tveimur hæðum.
Þetta er vel staðsett 3 stjörnu gisting á Platanias svæðinu þar sem ýmis afþreying er að finna í næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna.
Frá flugvellinum í Chania er um 30 km á Indigo Mare.