, Tenerife - Costa Adeje

Hovima Costa Adeje

Frá165.900 ISK
Yfirlit
Hovima Costa Adeje er mjög gott hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er vel staðsett á Costa Adeje í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá La Pinta ströndinni. Í næsta nágrenni eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, sólbekkir, sólhlífar og sundlaugabar. Á hótelinu er mjög góð aðstaða til hverskonar íþróttaiðkunar. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, hlaðborðsstaður og A la carte staðurinn Ocean Blue. Á kvöldin er fjölbreytt skemmtidagskrá.  
Hægt er að velja á milli þessa að vera með morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið. Heilsulind hótelsins er glæsileg þar sem hægt er að bóka ýmiskonar snyrtimeðferðir og nudd.  
Herbergin eru fallega innréttuð í ljósum litum. Öll herbergin eru með loftkælingu, svölum, öryggishólfi, minibar, sjónvarpi og skrifborði. Baðherbergi er með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  
Mjög gott hótel frábærlega staðsett á Costa Adeje. 
 
 
Frá 165.900 ISK
Bóka