Hotel Paruque La paz er gott 4 stjörnu hótel á Las Americas sem hentar vel fyrir pör eða fjölskyldur.
Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og um 300 metrar á ströndina. Garður hótelsins hefur sólbaðsaðstöðu, sundlaug og litla barnalaug.
Á daginn er barnaklúbbur fyrir börnin og er ýmis afþreying á hótelinu þ.e píla, mini golf, borðtennis o.fl. Einnig er jóga og sundleikfimi. Kvöldskemmtun er á hótelinu sem felur í sér ýmsar sýningar, dans og söng.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastður, bar og kaffihús.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði er stúdíó íbúð, íbúð með einu svefnherbergi eða íbúð með 2 svefnherbergjum. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd. Lítið eldhús með borðbúnaði, ísskáp og kaffivél. Einnig er sjónvarp, sími, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi) í íbúðunum. Þetta er góð 4 stjörnu gisting, vel staðsett þar sem stutt er í verslanir, veitingastaði og ýmsar afþreyingar.Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 16 km á Hotel Paruque La paz.