Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Golden Residence er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Hótelið er staðsett við sjóinn með útsýni yfir hafið og glæsilegra kletta. Um 7 mínútna ganga er í næsta supermarkað. Garður hótelsins er stór og hefur góða sólbaðsaðstöðu. Sundlaug og barnalaug. Líkamsrækt, heilsulind með inni sundlaug, heitum potti, sánu og tyrknesku baði. Hægt er að panta nudd gegn gjaldi. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar. Í boði eru tvíbýli, íbúð með einu svefnherbergi og premium íbúð með einu svefnherbergi. Hægt er að fá herbergi og íbúið með sjávarsýn, garðsýn og sundlaugarsýn gegn gjaldi. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir. Sjónvarp, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf. Þetta er góð 4 stjörnu gisting vel staðsett og hefur fjölbreytta afþreyingu á hóteli og í næsta nágrenni. Í göngufæri við strendurnar Praia Formosa, Praia do Gorgulho og Lido baðsvæðinu. Um 5 mínútna gangur er í náttúrulaugarnar Doca do Cavacas frá hótelinu. Frá flugvellinum í Madeira til Golden Residence er um 23 km.