Portugal
, Albufeira

Hotel Baltum

Yfirlit
Baltum er gott 3 stjörnu hótel í Albufeira sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 200 metrar eru í næstu baðströnd og 2 mínútna gangur í næsta supermarkað. Það er ekki garður á hótelinu, lítil sólbaðsaðastaða, heitur pottur og bar er á þaki hótelsins. Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð og bar. 

Staðsetning

Hótellýsing

Baltum er gott 3 stjörnu hótel í Albufeira sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 200 metrar eru í næstu baðströnd og 2 mínútna gangur í næsta supermarkað. Það er ekki garður á hótelinu, lítil sólbaðsaðastaða, heitur pottur og bar er á þaki hótelsins.
Á hótelinu er morgunverðar hlaðborð og bar. 
Í boði eru standard tvíbýli (f/2), tvíbýli með svölum (f/2), superior tvíbýli með svölum (f/3) og fjölskylduherbergi með svölum (f/4). Íbúð með einu svefnherbergi með verönd (f/3) og íbúð með tveimur svefnherbergjum með svölum (f/4). Athugið að íbúðir með einu svefnherbergi er staðsettar á fyrstu hæð í byggingu sem hefur ekki lyftu og íbúðir með tveimur herbergjum eru staðsettar í sömu byggingu á annarri hæð. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími og hárþurrka. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi). Í öllum íbúðum er sjónvarp, stofa og hárþurrka. Eldhús, ísskápur, örbylgjuofn og borðbúnaður. Loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 3 stjörnu gisting í eitt af elstu hótelum Albufeira. Hótelið er staðsett í hjarta þessa gamla sjávarþorps þar sem fjölbreyttir veitingastaðir, barir og verslanir eru í næsta nágrenni.   
Frá flugvellinum í Faro til Baltum er um 42 km.
Bóka