Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Hotel Alay - Adults Only

Yfirlit

Alay Hotel er mjög gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er staðsett aðeins 50 metrum frá ströndinni og í göngufæri við Puerto Marina, smábátahöfnina í Benalmádena.  

Staðsetning

Hótellýsing

Í garði hótelsins eru þrjár sundlaugar, tveir nuddpottar, sólbekkir og snakkbar. Á ströndinni er Malapesquera Beach klúbburinn sem tilheyrir hótelinu og þar er hægt að leigja sólbekki fyrir þá sem vilja vera á ströndinni. Heilsulind er á hótelinu þar sem hægt er að fara í nudd og snyrtimeðferðir. Líkamsræktaraðstað er einnig á hótelinu. Veitingastaður hótelsins býður upp á mjög gott morgunverðar hlaðborð og á kvöldin eru þeir með spænska og alþjóðlega rétti. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá salat, samlokur og drykki. Sport barinn er opinn síðdegis og fram á kvöld. Herbergin eru rúmgóð, björt og nútímalega innréttuð. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, þráðlaust net, sjónvarp, sími og kaffivél. Baðherbergi eru með baðkari, sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  
 
Mjög gott hótel sem er frábærlega staðsett við Puerto Marina smábátahöfnina en þar er úrval veitingastaða og verslana.  
Bóka