Spánn
, Costa del Sol

Holiday World RIWO Hotel

Yfirlit
Holiday World Riwo er gott 4 stjörnu hótel staðsett á milli Benalmádena og Fuengirola sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 700 m eru á næstu baðströnd og lítill supermarkaður er á gististaðnum með helstu nauðsynjar. Garður hótelsins er stór og glæsilegur. Góð sólbaðsaðstaða, 1 stór sundlaug, 1 barnalaug og 1 innilaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi), krakkaklúbbur, leikjaherbergi fyrir krakka og útileiksvæði fyrir börn. Kvöldskemmtun, lifandi tónlist og minigolf. Einnig er hægt að kaupa aðgang í „Beach Club“ þar sem eru 9 sundlaugar, vatnsrennibrautir og skemmtileg leiksvæði fyrir börn en hótelið býður gestum sínum upp á ferðir til og frá klúbbnum samkvæmt tímatöflu hótelsins. 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og bar.

Staðsetning

Hótellýsing

Holiday World Riwo er gott 4 stjörnu hótel staðsett á milli Benalmádena og Fuengirola sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 700 m eru á næstu baðströnd og lítill supermarkaður er á gististaðnum með helstu nauðsynjar. Garður hótelsins er stór og glæsilegur. Góð sólbaðsaðstaða, 1 stór sundlaug, 1 barnalaug og 1 innilaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi), krakkaklúbbur, leikjaherbergi fyrir krakka og útileiksvæði fyrir börn. Kvöldskemmtun, lifandi tónlist og minigolf. Einnig er hægt að kaupa aðgang í „Beach Club“ þar sem eru 9 sundlaugar, vatnsrennibrautir og skemmtileg leiksvæði fyrir börn en hótelið býður gestum sínum upp á ferðir til og frá klúbbnum samkvæmt tímatöflu hótelsins. 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og bar. 
Í boði eru svítur, junior svítur og superior svíta. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími og hárþurrka. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi). Í junior svítu og superior svítu er einnig lítið eldhús, ísskápur, örbylgjuofn og borðbúnaður.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna á hótelinu fyrir bæði börn og fullorðna. 
Frá flugvellinum í Malaga til Holiday World Riwo er um 20 km.
Bóka