H10 Mediterranean Village er mjög gott og fjölskylduvænt hótel staðsett á Cap de Salou svæðinu.
Örstutt er niður á ströndina Cala Font. Garður hótelsins er stór með tveimur stórum sundlaugum. Frábært barnaleiksvæði í lauginni með sjóræningjaskipi og lítilli vatnsrennibraut. Leiktæki í garðinum og barnaklúbbur og unglingaklúbbur í boði yfir daginn með fjölbreyttri afþreyingu. Á kvöldin er svo fjölskylduskemmtun.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Það eru þrír veitingastaðir á hótelinu og tveir barir, einn í garðinum og hinn í gestamóttöku. Í boði eru hótelherbergi sem eru 25 fm og hýsa mest 3 einstakling. Einnig eru litla 35 fm íbúðir í boði sem einnig hýsa 3 einstaklinga. Svalir eða verönd og loftkæling er á öllum herbergjum. Sjónvarp, sími, öryggishólf og wifi. Baðherberginu eru með ýmist með baðkari eða sturtu.