Spánn
, Tenerife

H10 Conquistador

Yfirlit
H10 Conquistador er mjög gott 4 stjörnu hótel á Playa de Las Americas. 
Hótelið er vel staðsett nálægt hinum svokallaða Laugaveg á amerísku ströndinni en um 5 mínútna gangur er frá hótelinu. Hótelið stendur við sjávarsíðuna en um 100 metrar eru í næstu baðströnd. 
Garðurinn er stór með 2 sundlaugum og 1 busllaug. Líkamsrækt, tennisvöllur og heilsulind (gegn gjaldi) er á hótelinu. 
Krakkaklúbbur er í boði fyrir krakka á aldrinum 4-12 ára (lágmark 4 börn) og unglingaklúbbur fyrir 13-17 ára (lágmark 5 unglingar). Einnig er leikherbergi og leiksvæði fyrir börnin. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, El Tajinaste (hlaðborðsveitingastaður), La Vita é Bella (ítalskur), Steikhús (amerískt), Dinner Show Senses Restaurant sem býður upp á 5 rétta matseðil á meðan þú nýtur kvöldsýningar og Teppanyaki Sakura (aldurtakmark 18 ára). Einnig er kaffihús, bar og sundlaugarbar á hótelinu. 
Á kvöldin er lifandi tónlist við Drago barinn. 
Í boði eru tvíbýli, superior tvíbýli og junior svíta. Í öllum herbergjum er sjónvarp, þráðlaust net, loftkæling og minibar. Þetta eru frekar lítil herbergi. 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem er góð afþreying fyrir bæði börn og fullorðna. 
Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 18 km á H10 Conquistador.
 
Bóka