H10 Casa del Mar er mjög gott 4 stjörnu hótel staðsett á ströndinni í Santa Ponsa. Í garði hótelsins er sundlaug, barnalaug, leiktæki fyrir börnin, snakkbar og sólbekkir. Yfir daginn er krakkaklúbbur í boði fyrir börnin og ýmis afþreying fyrir fullorðna. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á þaki hótelsins er sér svæði sem er aðeins fyrir fullorðna. Þar er er sundlaug, sólbekkir, snakkbar og verönd. Heilsulind er á hótelinu með innilaug, sauna, tyrknesku baði, hvíldaraðstöðu og líkamsræktartækjum.
Veitingastaður hótelsins býður upp á fjölbreytt hlaðborð með alþjóðlegum réttum. Við sundlaugina er svo snakkbar þar sem hægt er að fá sér létta rétti yfir daginn.
Herbergin eru frekar lítil en þau eru öll með svölum, loftkælingu, öryggishólfi, minibar, sjónvarpi, skrifborð og stól. Baðherbergi er með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Greitt er aukalega fyrir herbergi sem snúa út í sundlaugagarð og að sjó.