, Tenerife - Los Cristianos

H10 Big Sur

Frá185.900 ISK
Yfirlit

H10 Big Sur er fallegt 4 stjörnu „ Boutique “ hótel, eingöngu fyrir 18 ára og eldri, staðsett við ströndina í Los Cristianos með útsýni yfir höfnina og La Gomera eyjuna. Það tekur sirka 15 mínútur að ganga í miðbæ Los Cristianos.  Í garði hótelsins er sundlaug, sólbekkir, sólhlífar, strandstólar og Cactus bar. Chill –out verönd er 8. hæð hótelsins með sólbekkjum. Despacio heilsulind, þar er nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað, hvíldaraðstaða og líkamsræktaraðstaða. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, Blue Bay sem býður upp á hlaðborð og Blue Bay Night sem er A la Carte staður. 

Staðsetning

Hótellýsing

Herbergin eru björt og fallega innréttuð í ljósum litum. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, öryggishólfi, minibar, sjónvarpi, síma, skrifborði og stól. Baðherbergi er með baðkari og sturtu, hárþurrka og snyrtivörur. Greitt eru aukalega fyrir sjávarútsyni.  
 
 
Frá 185.900 ISK
Bóka