, Tenerife - Playa de las Americas

Green Garden Resort & Suites

Frá149.900 ISK
Yfirlit
 
Green Garden Resort & Suites er vinsælt og frábært fjölskyldu íbúðarhótel á Amerísku ströndinni. Green Garden hefur verið á topp 25 lista yfir bestu fjölskylduhótel á Spáni og er í 4 sæti á Tripadvisor fyrir bestu fjölskylduhótel á Amerísku ströndinni. Fallegur og gróðursæll garður með tveimur sundlaugum, barnalaug og leikvelli fyrri börnin. Íbúðirnar eru vel útbúnar öllu því helsta sem þarf í fríinu og geta rúmað allt að 6 manns. Mjög stutt er í Siam Park og golfvöllinn Golf las Americas og það tekur 10-15 mín að ganga niður á ströndina, en rúta frá hótelinu fer nokkrum sinnum yfir daginn niður í bæ gestum að kostnaðarlausu.  
 

Staðsetning

Hótellýsing

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu og einn bar. Þar er einnig lítill Super markaður sem selur helstu nauðsynjar. Yfir daginn er skemmtun og ýmis afþreying í boði fyrir börnin og á kvöldin er  skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.  
Íbúðirnar eru ýmist  með einu eða tveimur svefnherbergjum og eru nokkrar týpur í boði. Allar eru þær snyrtilegar í ljósum litum með fullbúnu eldhúsi, ísskápur, frystir, kaffivél, ketill og borðbúnaður. Loftkæling er í öllum íbúðum og baðherbergið er snyrtilegt með sturtu.  
Garden Suite, Íbúð með einu svefnherbergi og getur hýst allt að 4 fullorðna 
Superior Suite, Íbúð  með einu svefnherbergi og getur hýst allt að 4 fullorðna, staðsettar á annari hæð hótelsins með útsýni á Amerísku ströndina.  
Golf Suite View, íbúð með einu svefnherbergi og getur hýst allt að 4 fullorðna, ath þó þessi týpa sé nefn með golf útsýni þá er það mjög takmarkað.  
2 Bedroom Suite, Þetta eru allt íbúðir með tveimur svefnherbergjum, tveim baðherbergjum, eldhúsi, stofu, svölum og verönd með tvöföldum sólbekk. ATH þessar íbúðir eru á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er eldhús, stofa, baðherbergi, svefnherbergi og svalir. Gengið er svo niður á neðri hæðina en þar er stórt baðherbergi, hjónaherbergi og útgengið á verönd.  
One Bedroom Suite with private pool, sömu íbúðir og Garden Suite og Golf Suite nema með lítilli private sundlaug á veröndinni.  
2 Bedroom Suite with private pool. Þessi íbúð er eins og 2 Bedroom suite nema hún er einnig með lítilli private sundlaug á veröndinni.  
Þetta er hótel er frábær kostur fyrir fjölskyldur sem og pör og hefur verði mjög vinsælt undanfarin ár.  
Frá 149.900 ISK
Bóka