Golf La Finca 8.-15.apríl - Golf og golfkennsla með Karen Sævars

Frá324.900 ISK
Verð pr. mann í tvíbýli 324.900 kr með morgunverð  
Verð pr. mann í tvíbýli með hálfu fæði 379.900 kr. 
Aukagjald fyrir einbýli 50 þús kr. Til að bóka einbýli hafa senda póst á tango@tango.travel 
Yfirlit
Ferð þessi er fyrir þá sem vilja æfa sig, spila og mæta vel undirbúnir í golfsumarið 2025. Hverjum þátttakanda stendur til boða að fá einkakennslu, þar sem við tökum video og skoðum sveifluna saman og skipuleggjum svo hvernig gott er að æfa út vikuna. Annar einkatími, eftirfylgni, verður svo 2-3 dögum seinna. Aðra daga þegar ekki er einkakennsla mæta þátttakendur milli 9:30 og 11:30 og æfa sig, bæði er stöðvaþjálfun, vipp, pútt, sandur, sveifla og meira eða auðvitað má taka hvíldarmorgun. Teigtímar og 18 holu spil byrjar um 12:30 og þá skráum við skor og tölfræði og lærum hvernig við vinnum með þær upplýsingar. Þátttökuskilyrði í ferðina er að vera með forgjöf og hafa góða reynslu út á velli að spila þó nokkuð. Þáttökufjöldi er takmarkaður við 12 kylfinga.  
 
Karen er LPGA golfkennari og hefur verið farastjóri til fjölda ára þá á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Karen hefur spilað golf og verið í kringum golfíþróttina frá barnæsku og eftir farsælan keppnisferil er hún búin að kenna golf á Íslandi  í yfir 15 ár. 

Staðsetning

Hótellýsing

La Finca Resort er glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett aðeins 40 mínútum frá flugvellinum  í Alicante. Golfvöllurinn er hinn glæsilegasti og er hannaður af Pepe Gancedo. Í klúbbhúsinu er hægt að fá létta rétti og drykki eftir golf dagsins og einnig er á svæðinu golfbúð. Á hótelinu er tveir flottir veitingastaðir og bar. Stór sundlaug í garði með sólbekkjum. Glæsilegt SPA og líkamsræktaraðstaða. Herbergin eru huggulega innréttuð, útbúin helstu þægindum. Öll herbergi eru með loftkælingu og svölum eða verönd.  
Frá 324.900 ISK
Skoða flug og hótel