Globales Costa de la Calma er góð 4 stjörnu íbúðagisting í Santa Ponsa. Í garði hótelsins er sundlaug, barnalaug með lítilli vatnsrennibraut, snakkbar, stór leikvöllur og góð sólbaðsaðstaða. Krakkaklúbbur er í boði yfir daginn og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Íbúðirnar mjög snyrtilegar og hafa allar nýlega verið endurnýjaðar. Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi eða stúdíó.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er veitingastaður og bar. Íbúðirnar eru vel útbúnar allar með svölum, loftkælingu og öryggishólfi. Eldhúskrókur er með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni, borðbúnaði, ristavél og katli. Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.
Það er um það bil 1 km niður að ströndinni í Santa Ponsa og hótelið er staðsett í 25 km fjarlægð frá flugvellinum í Palma. Góður kostur fyrir fjölskyldur.