Spánn
, Tenerife

GF Victoria

Yfirlit
GF Victoria er gott 5 stjörnu hótel á Costa Adeje svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Garður hótelsins er stór og glæsilegur. Góð sólbaðsaðstaða á 4 svæðum, stór sundlaug, infinity laug (aðeins fyrir fullorðna) og barnalaug með rennibraut og leiktækjum. 

Staðsetning

Hótellýsing

GF Victoria er gott 5 stjörnu hótel á Costa Adeje svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Garður hótelsins er stór og glæsilegur. Góð sólbaðsaðstaða á 4 svæðum, stór sundlaug, infinity laug (aðeins fyrir fullorðna) og barnalaug með rennibraut og leiktækjum. Einnig er öldulaug sem hægt er að fara í gegn gjaldi. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur, barnadagskrá, leikvöllur og leikjaherbergi. Kvöldskemmtanir og lifandi tónlist. Einnig er líkamsrækt, tennis, mini golf, skvass og borðtennis. Glæsilegar heilsulindir eru á hótelinu þ.e Bio-Spa Victoria fyrir alla fjölskylduna, 
Air Bio-Spa á efstu hæð hótelsins sem er fyrir þá sem vilja algera slökun og Japanese Garden þar sem hægt er að stunda pilates, yoga og hugleiðslu.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 veitingastaðir, 3 barir, sundlaugarbar og djúsbar. 
Í boði eru svítur með morgunverði eða hálfu fæði. Í öllum svítum eru svalir eða verönd. Svefnsófi, sjónvarp, kaffivél, ketill, mini bar, baðsloppur, inniskór, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er glæsilegt 5 stjörnu hótel sem hefur ýmsa afþreyingu fyrir bæði börn og fullorðna á hótelinu. Fallegar gönguleiðir eru meðfram El Duque ströndinni þar sem eru veitingastaðir, barir og lítil verslunarmiðstöð. 
Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 19 km á GF Victoria 
 
Bóka