, Tenerife - Costa Adeje

GF Costa Adeje Gran

Frá179.900 ISK
Yfirlit
GF Costa Adeje Gran er góð 5 stjörnu gisting á Costa Adeje sem hentar vel fyrir pör og fjölskyldur. 
Um 500 metrar eru á Duque ströndina frá hótelinu. Garður hótelsins er stór með 3 sundlaugum, einnig er 1 sundlaug á þakverönd sem eingöngu er ætluð fullorðnum. 
Líkamsrækt, mini golf og tennisvöllur er á hótelinu. Gegn gjaldi er hægt að láta líða úr sér í heilsulind hótelsins en þar er m.a. gufubað, heitur pottur og tyrkneskt bað.
Boðið er upp á skemmtidagskrá bæði á daginn og á kvöldin, lifandi tónlist, leikir og ýmsar sýningar. 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 veitingastaðir og 3 barir. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli, superior tvíbýli og svítur. Herbergin eru með svölum, útsýni yfir fjöllin, sundlaug eða sjóinn. Svefnsófi, skrifborð, minibar, loftkæling, sjónvarp, þráðlaust net og sloppar eru í öllum herbergjum. 
Þetta er góð 5 stjörnu gisting þar sem er bæði afþreying og næði til slökunar. 
Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 18 km á hótelið.
 
Frá 179.900 ISK
Bóka