Krít
, Platanias

Galini Sea View

Yfirlit
Galini Sea View er gott 4 stjörnu hótel í Agia Marina sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 10 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er hótelið staðsett aðeins 150 metrum frá ströndinni. Garður hótelsins er notalegur með góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug og innilaug. Fjölbreytt afþreying er í boði á hótelinu líkamsrækt, píla, borðtennis og leikjaherbergi ásamt ýmsu vatnasporti við ströndina (gegn gjaldi). Hótelið býður einnig uppá skemmtidagskrá. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, bar og sundlaugarbar.
Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi með bæði garðsýn eða sjávarsýn (gegn gjaldi). Öll herbergi hafa svalir eða verönd, sjónvarp, síma, lítinn ísskáp, ketil, hárþurrku, þráðlaust net, loftkælingu og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting á Agia Marina svæðinu með ýmsa afþreyingu yfir daginn og aðeins 8 km eru í fallega bæinn Chania. 
Frá flugvellinum í Chania er um 22 km á Galini Sea View
 
Bóka