Fuerteventura Princess er gott 4 stjörnu hótel á Jandía svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Superrmarkaður er á hótelinu með helstu nauðsynjum og er um 10 mínútna gangur á næstu baðströnd.
Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, 3 sundlaugar, 1 barnalaug með sjóræningjaskipi.
Ýmis afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur skipt upp eftir aldri frá 4 ára til 17 ára. Bæði inni og úti leiksvæði fyrir krakka, mini disco, krakkaskemmtun á kvöldin, playstation, borðtennis, líkamsrækt, heilsulind, tennisvöllur (gegn gjaldi), blakvöllur (gegn gjaldi), lifandi tónlist og kvöldskemmtun. Á hótelinu eru 2 veitingastaðir og 6 barir.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru tvíbýli og superior fjölskylduherbergi. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Loftkæling, sjónvarp, ketill, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem fjölbreytt afþreying er að finna á hótelinu fyrir bæði börn og fullorðna. Í næsta nágrenni er að finna úrval af vatnasporti.
Frá flugvellinum er um 78 km á Fuerteventura Princess.
Við notum vefkökur (e.cookies) til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notenda á síðunni. Með því að halda áfram að skoða síðuna samþykkir þú að við notum vefkökur.